Gaseldavélar
Gashelluborð
Háfar
Helluborð
Ofnar
Örbylgjuofnar
Ofn + Örbylgja
Kæliskápar
Uppþvottavélar
Þvottavélar
Vínkælar
Eigið verkstæði

ÞÆGILEGAR HIRSLUR SKIPTA MIKLU MÁLI

Við sníðum innréttinguna að þínum óskum. Þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir vélarnar, sömuleiðis útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl .

 

RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ

 

Þegar þú verslar raftæki fyrir eldhúsið þitt hjá Fríform, þá getur þú verið viss um að þú sért ekki að kaupa köttinn í sekknum. Fríform býður upp á úrval vandaðra raftækja fyrir eldhúsið þitt. Eldavélar, ofnar, helluborð, viftur, háfar, uppþvottavélar og kæliskápar frá vörumerkjunum Snaige, Elba, Scan og Zepa. Í raftækjunum frá okkur sameinast áreiðanleiki, góð orkunýting, gott verð og flott hönnun. Við leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar upp vandaðar vörur sem uppfylla ströngustu gæðakröfur, á góðu verði.

 

 

 

GÆÐI FYRIR HVERJA KRÓNU

Tímalaus klassík eða nútímaleg hönnun - útlit og uppsetning eftir þínum þörfum. Fjölmargir möguleikar fyrir heimilið og sveigjanleiki til að geta sett saman eftir þínu höfði.

 

 Uppskrift að hinu fullkomna eldhúsi?

Það er sérstök list að búa til eldhús sem standast tímans tönn og eru hentug fyrir nútímafjölskyldur. Gott eldhús tekur mið af öllum þörfum nútímafólksins, er hentugt, fallegt og notalegur staður til samverustunda. Nettoline býður upp á fjölbreytt úrval hráefna í draumaeldhúsið þitt á verði sem hentar þínu veski. Útlit og uppsetning eftir þínum þörfum. Þú ræður hvort þú sækir og setur upp sjálfur, eða hvort þú vilt nýta þér okkar frábæru þjónustu sem sér fyrir öllu.

Falleg eldhús þurfa ekki að kosta mikið.

 

1

ÚRVAL: Nettoline/Kithcn er einingakerfi með ótæmandi möguleika og þú getur valið um 40 hurðagerðir og -liti.

 

2

KOMDU MEÐ MÁLIN:Við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega innréttingu.

 

3

FAGMENNSKA:Þú nýtur þekkingar og reynslu og við kappkostum að veita þér fyrsta flokks þjónustu.

 

ÞITT ER VALIÐ

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum eða lætur okkur um samsetningu og/eða uppsetningu. Við rekum eigið trésmíðaverkstæði og sköffum alla iðnaðarmenn, trésmiði, rafvirkja, pípara, múrara o.s.frv.
BAÐHERBERGI

Baðherbergin okkar koma í öllum stærðum og gerðum.

Baðherbergið er eitt af mikilvægustu herbergjunum í húsinu og þarf að vera bæði praktískt og rólegur staður þar sem er hægt að slaka á. Þegar velja skal innréttingu og skápa fyrir baðherbergið, þarf fyrst af öllu að átta sig á því hvaða þörfum baðherberginu er ætlað að mæta og hvaða stíll hentar best. Sniðugar lausnir geta gert gæfumuninn þegar um er að ræða baðinnréttingu sem þarf að nýtast vel.

Við hjá Fríform bjóðum upp á baðherbergislausnir - stórar sem smáar - sem henta þínum þörfum. Með úrvali okkar af innréttingum frá Nettoline og þeim fjölmörgu útfærslum sem hægt er að velja úr - getur þú verið viss um að finna lausn sem hentar þínu heimili.

RENNIHURÐAFATASKÁPAR

Afgreiddir eftir máli, hurðirnar allt að 275 cm háar og 40-150 cm breiðar. Í boði eru 3 rammalitir og fjölmargar panilgerðir. Mikið úrval af hillum, skúffum, körfum, einnig skóútdrag o. m. fl.

BJÓÐUM EINNIG FATASKÁPA MEÐ HEFÐBUNDNUM HURÐUM

Byggjast á 40, 50, 60 80 og 100 cm einingum.

 

Nettoline, gæði fyrir hverja krónu.

 

 

Fríform býður upp á úrval vandaðra raftækja frá Elba fyrir eldhúsið þitt.

 

 

Í kæliskápunum frá Snaigé sameinast áreiðanleiki, góð orkunýting, gott verð og flott hönnun.Smelltu á merki Snaige til að skoða heimasíðu þeirra.

 

 

Vandaðar rennihurðar á skrifstofuna eða heimilið

 

 

Scan domestic.

 

 

Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru með innbyggðum gufugleypi.